Velkomin á heimasíðu kórsins
Þessi vefsíða heldur utan um sönglög kórsins, texta, nótur, laglínur hverrar raddar og vísun í aðra sem sungið hafa sömu lög. Kórfélagar einir hafa aðgang að upplýsingum.
|
KarlakórinnKarlakór KFUM er kór félaga í KFUM. Allir eru velkomnir í kórinn svo framalega sem þeir geti sungið. Sérstaklega er skorað á unga menn að ganga til liðs við þennan frábæra félagsskap sem þessi kór er.
ÆfingarÆfingar kórsins fara fram í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg 28 á mánudagskvöldum klukkan 19:30-21:00 yfir vetrartímann. Æfingar hefjast um miðjan september og standa yfir fram í byrjun maí með smá jólahléi.
|
UmsjónStjórnandi kórsins er Ásta Haraldsdóttir
Píanóleikari kórsins er Bjarni Gunnarsson Stjórn er valin fyrir kórinn á aðalfundi ár hvert. ÆfingagjaldKórfélagar greiða aðeins 17 þúsund krónur á hverri önn fyrir að fá að sækja æfingar, taka þátt í æfingabúðum, fá nótur og þjónustu stjórnanda og meðleikara.
|
Hallelúja. Syngið Drottni nýjan söng, lofsöngur hans hljómi í söfnuði trúaðra.
Davíðssálmur 149,1
Hvers vegna að ganga í karlakór KFUM
Karlakórinn er einstaklega skemmtilegt samfélag og kórfélagar hafa mikla ánægju af því að hittast og syngja saman. Léttur andi er á æfingum og hafa félagar í kórnum til skiptis séð um að lesa úr Orði Guðs og leiða bæn og svo velja söng til að syngja við það tækifæri. Oft hefur verið farið í vorferð innanlands eða jafnvel erlendis (á slóðir sr. Friðriks í Danmörku).
|
Einu sinni á vetri hefur verið farið í æfingabúðir til að undirbúa jólatónleika. Kórinn hefur einnig haldið vortónleika, sungið við ýmis tækifæri í félagsstarfi KFUM og KFUK og SÍK.
Vísindamenn segja að það að syngja hafi góð áhrif á líðan og skap manna. Við erum sönnun þess. Ungir menn eru sérstaklega velkomnir. Það er þroskandi og gefandi. |